Fjölnir kvaddi með sigri – ÍR steinlá

Kristján ÖRn Kristjánsson kvaddi með Fjölnismönnum.
Kristján ÖRn Kristjánsson kvaddi með Fjölnismönnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjölnir kvaddi Olís-deild karla í handknattleik þetta tímabilið með sigri þegar liðið heimsótti Gróttu í lokaumferðinni í kvöld, 35:30. Á meðan tryggði Afturelding sjötta sætið eftir risasigur gegn ÍR, 43:21.

Fjölnir var fallið fyrir umferðina en enda leiktíðina í 11. sæti með 10 stig. Kristján Örn Kristjánsson og Sveinn Jóhannsson skoruðu báðir sjö mörk fyrir Fjölni en hjá Gróttu skoraði Gunnar Johnsen sex mörk. Grótta endar tímabilið með 13 stig.

Afturelding vann svo sannkallaðan risasigur á ÍR. Staðan í hálfleik var 20:8 og þegar yfir lauk munaði 22 mörkum á liðunum, lokatölur 43:21. Gestur Ólafur Ingvarsson skoraði 7 mörk fyrir Aftureldingu en hjá ÍR skoraði Orri Freyr Þorkelsson 7 mörk.

Afturelding endar því í 6. sæti deildarinnar og mætir FH í úrslitakeppninni. ÍR hafnar í áttunda og síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert