ÍR jafnaði eftir tvíframlengda háspennu

Sólveig Lára Kristjánsdóttir skoraði tíu mörk fyrir ÍR.
Sólveig Lára Kristjánsdóttir skoraði tíu mörk fyrir ÍR. Ljósmynd/ÍR

ÍR og HK áttust við öðru sinni í undanúrslitum umspilsins um sæti í efstu deild kvenna í handbolta í dag. HK vann fyrri leik liðanna með tíu marka mun og nægði sigur til að komast í úrslitaeinvígið. Svo fór hins vegar að ÍR vann, 33:32, eftir tvíframlengdan maraþonleik.

Staðan í hálfleik var 19:12, ÍR í vil, en HK tókst að jafna í síðari hálfleik og tryggja sér framlengingu eftir 27:27-jafntefli. Staðan eftir fyrri framlenginguna var 30:30, en að lokum hafði ÍR sigurinn með minnsta mun. 

Sólveig Lára Kristjánsdóttir skoraði tíu mörk fyrir ÍR og Karen Tinna Demian bætti við níu. Hjá HK var Þórunn Friðriksdóttir markahæst með sjö mörk og Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir gerði sex. 

Oddaleikur einvígisins fer fram á þriðjudaginn í næstu viku í Digranesi kl. 19:30. 

mbl.is