Pinnonen yfirgefur Aftureldingu

Mikk Pinnonen, Aftureldingu, sækir að vörn FH í kappleik í …
Mikk Pinnonen, Aftureldingu, sækir að vörn FH í kappleik í vetur sem leið. Hann er á leið frá Aftureldingu. mbl.is/Hari

Mikk Pinnonen hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir handknattleiksliðs Aftureldingar og flytja heim til Eistlands.  Hann hefur leikið með Aftureldingu undanfarin þrjú ár en þykir nú mál til komið að láta gott heita með Mosfellingum. 

Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, staðfesti væntanlega brottför Pinnonen við mbl.is.

Pinnonen, sem er landsliðsmaður Eistlands, kom til Aftureldingar í ársbyrjun 2016 eftir að hafa leikið um skeið með félagsliðum í Þýskalandi.  Á hálfri þriðju leiktíð lék Pinnonen 50 leiki í úrvalsdeildinni og skoraði 205 mörk. 

Ekki er ljóst hver fylli skarð það sem Pinnonen skilur eftir sig í Aftureldingarliðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert