Uppstokkun eftir uppbyggingu í neðri deild

KA/Þór og HK leika í efstu deild á næsta tímabili.
KA/Þór og HK leika í efstu deild á næsta tímabili. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Tvö ný lið taka sæti í úrvalsdeild kvenna á næsta keppnistímabili, KA/Þór og HK. Koma þau í stað Fjölnis og Gróttu. KA/Þór vann næst efstu deild fyrir nokkru síðan og tók sæti Fjölnis sem rak lestina í úrvalsdeildinni. HK, sem varð í öðru sæti næst efstu deildar lagði Gróttu þrisvar sinnum í umspili um sæti í úrvalsdeildinni. Grótta, sem varð Íslandsmeistari 2015 og 2016, hafnaði í næst neðst sæti úrvalsdeildar á keppnistímabilinu. Rétt er að undirstrika að fáir af leikmönnum Íslandsmeistaraliða Gróttu léku með liðinu á leiktíðinni sem nú er nær því á enda runnin.

Í átta liða úrvalsdeild er það nokkuð hátt hlutfall þegar tvö ný lið taka sæti. Afar fróðlegt verður að fylgjast með framvindu KA/Þórs og HK á næsta keppnistímabili og hvort þeim tekst að standa uppi í hárinu á liðunum sex sem fyrir eru í deildinni.

Bæði KA/Þór og HK eru að uppistöðu til skipuð uppöldum leikmönnum. Í mörgum tilfellum fremur ungum og lítt reyndum á handboltavellinum. Reyndari leikmenn eru þó innanum og má þar nefna sem dæmi Mörthu Hermannsdóttur og Ásdísi Sigurðardóttir í liði KA/Þórs og Sigríði Hauksdóttur, Sóleyju Ívarsdóttur, Valgerði Ýri Þorsteinsdóttur og Þórunni Friðriksdóttur hjá HK. Einnig eru innan raða liðanna unglingalandsliðsmenn eins og t.d. Aldís Ásta Heimisdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir sem léku stór hlutverk hjá KA/Þór í vetur og voru verðlaunaðar með sæti í U20 ára landsliðinu sem tók þátt í undankeppni HM fyrir skemmstu þar sem íslenska landsliðið tryggði sér keppnisrétt í lokakeppni HM.

Hægt er að sjá grein Ívars Benediktssonar í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert