Virkilega vel gert strákar

Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu sendir karlalandsliðinu í handbolta góðar kveðjur á twitter-síðu í tilefni þess að Ísland vann Litháen í umspili um sæti á HM sem verður í Þýskalandi og Danmörku í janúar á næsta ári.

„Ísland á HM í handbolta enn eina ferðina, virkilega vel gert strákar og til hamingju.. janúar verður veisla enn og aftur,“ skrifar Aron Einar á twitter síðu sína.

Hægi hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson er bróðir Arons Einars en Arnór fékk að líta rauða spjaldið eftir 15 mínútna leik þegar hann skaut boltanum beint í andlit markvarðar Litháa úr vítakasti. Algjört óviljaverk.

mbl.is