Þrír íslenskir þjálfarar saman í riðli á HM

Ísland er í erfiðum riðli á HM 2019 í handknattleik.
Ísland er í erfiðum riðli á HM 2019 í handknattleik. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dregið var í riðla í morgun fyrir heimsmeistaramót karla í handknattleik sem fram fer dagana 9. janúar til 27. janúar á næsta ári í Danmörku og Þýskalandi. Ísland mun leika í B-riðli heimsmeistaramótsins ásamt Spáni, Króatíu, Makedóníu, Barein og Japan.

Aron Kristjánsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands er þjálfari Barein í dag og þá er Dagur Sigurðsson, fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins þjálfari Japan. Riðillinn er gríðarlega sterkur en í C-riðli drógust Danmörk og Noregur saman og Frakkar og Þjóðverjar eru saman í A-riðli.

Kristján Andrésson og lærisveinar hans í sænska landsliðinu leika í D-riðli þar sem liðið mætir meðal annars Ungverjalandi og Katar.

A-riðill: Frakkland, Rússland, Þýskaland, Serbía, Brasilía, Suður-Kórea. (Spilaður í Berlín)

B-riðill: Spánn, Króatía, Makedónía, Ísland, Barein, Japan. (Spilaður í München)

C-riðill: Danmörk, Noregur, Austurríki, Túnis, Síle, Sádi-Arabía. (Spilaður í Herning)

D-riðill: Svíþjóð, Ungverjaland, Katar, Argentína, Egyptaland, Angóla. (Spilaður í Kaupmannahöfn)

mbl.is