Guðjón markahæstur í sigri á Barcelona

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 6 mörk gegn Barcelona í kvöld.
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 6 mörk gegn Barcelona í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Rhein-Neckar Löwen lagði Barcelona, 35:34, í sannkölluðum stórleik í fyrstu umferð riðlakeppninnar í Meistaradeild Evrópu í handknattleik á heimavelli sínum í Mannheim í kvöld.

Guðjón Valur Sigurðsson varð markahæstur hjá Löwen 6 mörk úr jafnmörgum skottilraunum og Alexander Petersson skoraði 3 mörk. Aron Pálmarsson skoraði 2 mörk fyrir Barcelona.

Löwen var með góða forystu lengst af í leiknum en var rétt búið að missa hana niður í lokin þegar spænsku meistararnir minnkuðu muninn tvívegis niður í eitt mark.

mbl.is