ÍBV vann Stjörnuna í hörkuleik

Sandra Dís Sigurðardóttir er hér komin í gegnum vörn Stjörnunnar …
Sandra Dís Sigurðardóttir er hér komin í gegnum vörn Stjörnunnar í leiknum í Eyjum í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

ÍBV sigraði Stjörnuna með tveggja marka mun 27:25 í fyrsta leik liðanna í Olís-deild kvenna í dag. ÍBV var sterkari aðilinn í leiknum og áttu frábæran sprett undir lok fyrri hálfleiks sem lagði grunninn að sigrinum.

Staðan í hálfleik var 17:11 eftir að Stjörnukonur höfðu leitt 9:10 tíu mínútum áður, alveg afleitur kafli hjá gestunum þar. Bilið var of mikið en Stjörnukonur eyddu miklu púðri í það að brúa þetta bil. Munurinn var mestur átta mörk en minnst tvö mörk í stöðunni 27:25 sem voru einmitt lokatölur leiksins.

Sandra Dís Sigurðardóttir dró vagninn í markaskorun Eyjakvenna en hún átti einnig flottan leik varnarlega, hún skoraði sex mörk. Næstar á eftir henni voru Greta Kavaliuskaite með fimm mörk og þær Karólína Bæhrenz og Ester Óskarsdóttir með fjögur mörk. Guðný Jenný Ásmundsdóttir átti flottan leik í markinu og varði sextán skot. 

Þórey Anna Ásgeirsdóttir gerði níu mörk í liði Stjörnunnar, Stefanía Theodórsdóttir og Þórhildur Gunnarsdóttir gerðu fimm mörk. Guðrún Ósk Maríasdóttir átti stórleik í rammanum þar sem hún varði nítján skot og þar af eitt vítakast.

ÍBV 27:25 Stjarnan opna loka
60. mín. ÍBV tapar boltanum
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert