Haukar fara í KA-heimilið

HK og Haukar mætast í Digranesi.
HK og Haukar mætast í Digranesi. mbl.is/Hari

Dregið var í bikarkeppninni í handknattleik, Coca-Cola bikarnum, hjá körlum og konum í hádeginu.

Í fjórum tilfellum mætast lið úr efstu deildum í næstu umferðum Coca Cola bikars karla og kvenna í handknattleik. Ein slík viðureign verður hjá konunum í 16-liða úrslitum og þrjár hjá körlunum í 32-liða úrslitum. 

16-liða úrslit kvenna:

HK - Haukar
Víkingur - ÍBV
Afturelding - KA/Þór
Grótta - Valur
ÍR - FH
Fylkir - Stjarnan
Fjölnir - Selfoss

Fram sat hjá og verða því átta lið eftir í næstu umferð keppninnar.

32-liða úrslit karla:

Grótta - Stjarnan
Hvíti riddarinn - Víkingur
Fram - Akureyri
KA - Haukar

ÍBV og Selfoss sátu hjá í dag og tíu lið voru ekki dregin út en tuttugu lið skráðu sig til keppni. Sextán lið verða því eftir í næstu umferð keppninnar. 

Haukar fara norður og leika gegn KA í KA-heimilinu.
Haukar fara norður og leika gegn KA í KA-heimilinu. mbl.is/Þórir Ó. Tryggvason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert