Eldmóður er fyrir hendi

Thea Imani Sturludóttir og Helena Rut Örvarsdóttir verða í eldlínunni …
Thea Imani Sturludóttir og Helena Rut Örvarsdóttir verða í eldlínunni í Skopje í dag. mbl.is/Kristinn Magnúss.

„Það er enginn vafi á að við förum í hvern leik til þess að vinna og teljum okkur eiga alla möguleika á því. Við vitum vel að leikirnir verða erfiðir en liðið mætir fullt af eldmóði og er staðráðið að ljúka þessu dæmi með sóma,“ sagði Axel Stefánsson, landsliðsþjálfari í handknattleik kvenna, við Morgunblaðið í gær að lokinni góðri einnar og hálfrar stundar æfingu liðsins í keppnishöllinni í Skopje í Makedóníu. Í kvöld kl. 19 verður fyrsti leikur liðsins af þremur í undankeppni heimsmeistaramótsins þegar leikið verður við tyrkneska landsliðið.

Eftir það taka við leikir við Makedóníu á laugardag og Aserbaídsjan á sunnudag. Eitt lið kemst áfram í umspilsleiki sem fram fara í vor en þá verður leikið um keppnisrétt á HM sem fram fer í Japan eftir ár.

Alls er leikið í fjórum fjögurra liða riðlum í undankeppninni. Sigurvegarar hvers riðils fara áfram í umspilið ásamt liði sem nær bestum árangri af þeim sem hafna í öðru sæti.

Fyrirfram er íslenska landsliðið talið eiga góða möguleika á að vinna riðilinn þótt það hafi verið í lægri styrkleikaflokki en bæði Makedóníukonur og þær tyrknesku þegar dregið var til undankeppninnar í vor.

Sjá nánar frá blaðamanni Morgunblaðsins og mbl.is í Skopje í blaði dagsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert