Umspilsstaðan er skýrari

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik.
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik. mbl.is/Robert Spasovski

Króatía, Pólland og Tékkland verða í neðri styrkleikaflokki með Íslandi og fimm öðrum þjóðum þegar dregið verður í umspilið fyrir heimsmeistaramót kvenna í handknattleik 16. desember.

Þetta varð ljóst í gær þegar riðlakeppni Evrópumótsins í Frakklandi lauk og þessi þrjú lið urðu neðst í sínum riðlum, án stiga, og eru úr leik.

Fjórða liðið sem er fallið úr keppni, Slóvenía, fékk tvö stig eftir sigur á Rússum og fer í efri styrkleikaflokkinn ásamt átta af þeim tólf liðum sem eru nú eftir á EM og spila um Evrópumeistaratitilinn á næstu dögum.

Þrjú efstu lið keppninnar í Frakklandi fara beint á HM 2019 í Japan, ásamt heimsmeisturum Frakka.

Þær þjóðir sem Ísland getur mætt í umspilinu eru nú eftirtaldar: Rúmenía, Þýskaland, Noregur, Holland, Spánn, Ungverjaland, Rússland, Svartfjallaland, Serbía, Svíþjóð, Danmörk og Slóvenía.

Þrjár efstu þjóðirnar af þessum falla síðan af listanum áður en dregið er í umspilið fyrir úrslitaleikina á EM.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert