Aron markahæstur í sigurleik Börsunga

Aron Pálmarsson í leik með Barcelona.
Aron Pálmarsson í leik með Barcelona. Ljósmynd/IHF

Aron Pálmarsson var markahæstur í liði Spánarmeistara Barcelona þegar þeir lögðu Bidasoa á útivelli 26:23 í spænsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld.

Aron skoraði fjögur mörk úr sjö skotum en Victor Tomas og Aleix Gómez skoruðu fjögur mörk líkt og Aron.

Staðan var jöfn í hálfleik 14:14 en Börsungar sigu fram úr í seinni hálfleik og fögnuðu þriggja marka sigri. Þeir hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í deildinni á tímabilinu.

mbl.is