Selfoss stöðvaði sigurgöngu ÍBV

Elliði Snær Viðarsson í baráttu við leikmenn Selfoss.
Elliði Snær Viðarsson í baráttu við leikmenn Selfoss. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Íslandsmeistararnir í Selfossi stöðvuðu sigurgöngu ÍBV þegar liðin áttust við í Olís-deild karla í handknattleik í Vestmannaeyjum í kvöld. Í æsispennandi leik fögnuðu Selfyssingar eins marks sigri 30:29.

Selfyssingar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik 15:13 og þeir hófu seinni hálfleikinn með látum. Íslandsmeistararnir náðu mest sjö marka forskoti 23:16 og virtust ætla að vinna stórsigur. En Eyjamenn voru ekkert á þeim buxunum að gefast upp. Þeir minnkuðu muninn jafnt og þétt og tókst að jafna metin í 28:28 og komast yfir 29:28. Spennan var mikil á lokamínútunum og það var Hergeir Grímsson sem tryggði Selfyssingum sigurinn með marki úr vítakasti.

Kristján Örn Kristjánsson og Hákon Daði Styrmisson skoruðu 9 mörk hvor fyrir ÍBV en hjá Selfyssingum var Atli Ævar Ingólfsson markahæstur með 8 mörk og þeir Hergeir Grímsson og Haukur Þrastarson skoruðu 6 mörk hvor.

ÍBV 29:30 Selfoss opna loka
60. mín. Selfoss tapar boltanum 50 sekúndur eftir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert