Guðmundur breytir íslenska liðinu fyrir Noregsleikinn

Sveinn Jóhannsson kemur inn í liðið í dag.
Sveinn Jóhannsson kemur inn í liðið í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðmundur Þórður Guðmundsson hefur gert breytingu á íslenska landsliðinu í handknattleik fyrir leikinn gegn Norðmönnum á Evrópumótinu sem hefst klukkan 17.15 í dag í Malmö.

Sveinn Jóhannsson, línumaður SønderjyskE í Danmörku, hefur verið kallaður inn í hópinn og í stað hans víkur línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson.

Sveinn hefur dvalið með íslenska liðinu í Malmö allan tímann sem sautjándi maður.

mbl.is