Versta landslið sem við höfum átt - fimm spila aldrei aftur

Gleb Kalarash reynir að komast í gegnum vörn Íslands í …
Gleb Kalarash reynir að komast í gegnum vörn Íslands í leik liðanna á EM í Malmö. AFP

Sergei Sishkarev, forseti rússneska handknattleikssambandsins, segir að frammistaða karlalandsliðs Rússlands á Evrópumótinu 2020 hafi verið hörmuleg.

Liðið var í riðli með Íslandi, Danmörku og Ungverjalandi í Malmö og tapaði öllum sínum leikjum, m.a. með ellefu marka mun gegn Íslandi, og hafnaði að lokum í 22. sæti af 24 liðum á mótinu.

„Þetta er versta rússneska landslið sem við höfum nokkru sinni átt. Við gerum miklar kröfur til leikmannanna og fimm þeira verða aldrei framar valdir í landsliðið, ekki á meðan ég er forseti sambandsins,“ sagði Sishkarev við rússneska fjölmiðlinn RIA.

Hann vildi ekki nafngreina þessa fimm leikmenn en sagði að þeir hefðu ekki sýnt því neinn áhuga að leika fyrir land og þjóð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert