Valsmenn fara til Noregs í Evrópukeppninni

Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals fer með sitt lið til …
Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals fer með sitt lið til Noregs. mbl.is/Hari

Valsmenn mæta norska liðinu Halden í átta liða úrslitunum í Áskorendabikar karla í handknattleik en dregið var til þeirra í Vínarborg rétt í þessu.

Halden á að leika fyrri leikinn á sínum heimavelli og Valsmenn fá seinni leikinn á Hlíðarenda en leikið er tvær síðustu helgarnar í marsmánuði.

Liðin sem drógust saman eru:

Victor Stavropol (Rússlandi) - CSM Búkarest  (Rúmeníu)
Karviná (Tékklandi) - Dukla  Prag (Tékklandi)
AEK Aþena (Grikklandi) - Potaissa Turda (Rúmeníu)
Halden (Noregi) - Valur (Íslandi).

Þá var dregið til undanúrslitanna og ef Valsmenn ná að leggja Norðmennina að velli í átta liða úrslitum leika þeir gegn AEK frá Aþenu eða Potaissa Turda frá Rúmeníu, en Valsmenn mættu einmitt Potaissa í sögulegum undanúrslitaleikjum í sömu keppni fyrir þremur árum.

Rúmenar hafa fagnað sigri í Áskorendabikarnum undanfarin tvö ár en CSM Búkarest er ríkjandi meistari og Potaissa Turda sigraði vorið 2018. Potaissa vann þá einmitt AEK í úrslitaleikjum eftir að hafa lagt ÍBV að velli í undanúrslitum, 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert