„Leyfi mér að vera leið og sár“

Ragnheiður Júlíusdóttir.
Ragnheiður Júlíusdóttir. mbl.is/Hari

Ragnheiður Júlíusdóttir, stórskytta deildar-og bikarmeistara Fram í handknattleik, tjáir sig um ákvörðun HSÍ á Twitter í kvöld. 

Ragnheiður segist ætla að leyfa sér að vera leið og sér en ákvörðunin sé hins vegar rétt í stóra samhenginu. 

Ragnheiður og samherjar hennar í Fram virtust eiga ágæta möguleika á að vinna þrefalt á tímabilinu. Liðið var í efsta sæti í deildinni, varð bikarmeistari og því til alls líklegt í úrslitakeppninni. En Íslandsmótinu hefur nú verið aflýst og engir Íslandsmeistarar í ár. 

mbl.is