Nýliðarnir fá góðan liðsstyrk

Hannes Grimm og Andri Þór Helgason verða samherjar hjá Gróttu …
Hannes Grimm og Andri Þór Helgason verða samherjar hjá Gróttu á næstu leiktíð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýliðar Gróttu hafa fengið liðsstyrk fyrir átökin í Olísdeild karla í handbolta en hornamaðurinn Andri Þór Helgason samdi við félagið í dag. Gerir hann tveggja ára samning við Gróttu. Andri spilaði síðast með Stjörnunni og þar á undan Fram. 

Andri skoraði 56 mörk í 20 leikjum í Olísdeildinni á síðustu leiktíð og var Stjarnan í áttunda sæti þegar keppi í deildinni var hætt vegna kórónuveirunnar. 

Gróttumenn hafa styrkt liðið sitt að undanförnu; Ólafur Brim Stefánsson er kominn frá Val, Lúðvík Thorberg Arnkelsson frá Fram, Stefán Huldar Stefánsson frá Haukum, Birgir Steinn Jónsson frá Stjörnunni og Bergur Elí Rúnarsson frá Fjölni. Þá er Hannes Grimm kominn aftur til félagsins úr láni frá Stjörnunni. 

mbl.is