Heimsmeistaramótinu aflýst

Aron Pálmarsson og liðsfélagar hans í Barcelona eru ríkjandi heimsmeistarar.
Aron Pálmarsson og liðsfélagar hans í Barcelona eru ríkjandi heimsmeistarar. Ljósmynd/Barcelona

Heimsmeistarakeppni félagsliða í handknattleik hefur verið aflýst en þetta tilkynnti Alþjóðahandknattleikssambandið á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Keppnin, þar sem bestu félagslið hverrar heimsálfu fyrir sig mætast, hefur verið haldin samfleytt frá árinu 1997 en hún hefur nú verið blásin af vegna kórónuveirufaraldursins.

Til stóð að keppnin myndi fara fram í Dammam í Sádi-Arabíu en hún hefur hingað til verið haldin í Doha í Katar.

Aron Pálmarsson og liðsfélagar hans í Barcelona hafa unnið keppnina undanfarin tvö ár en liðið lagði Kiel að velli í úrslitaleik á síðasta ári.

mbl.is