Arnór ekki með gegn Litháen

Arnór Þór Gunnarsson fyrir miðri mynd og Ólafur Guðmundsson er …
Arnór Þór Gunnarsson fyrir miðri mynd og Ólafur Guðmundsson er lengst til vinstri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, þarf að gera tvær breytingar á leikmannahópnum sem mætir Litháen í Laugardalshöllinni á miðvikudag. Til stóð að leika einnig gegn Ísrael 7. nóvember en þeim leik var frestað. 

Hægri hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson gefur ekki kost á sér af persónulegum ástæðum og í gær kom fram að skyttan Ólafur Guðmundsson væri ekki leikfær vegna meiðsla. 

Magnús Óli Magnússon sem leikið hefur vel með Val kemur inn í hópinn ásamt Kristjáni Erni Kristjánssyni sem er hjá AIX í Frakklandi. Tvær skyttur koma því inn fyrir skyttu og hornamann. 

Magnús Óli Magnússon í leik með Val.
Magnús Óli Magnússon í leik með Val. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert