Lánaður til Fjölnis

Goði Ingvar Sveinsson.
Goði Ingvar Sveinsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Goði Ingvar Sveinsson mun væntanlega leika með Fjölni út keppnistíambilið í næstefstu deild Íslandsmótsins í handknattleik og er lánaður frá Stjörnunni. 

Goði er uppalinn hjá Fjölni en gekk til liðs við Stjörnuna síðasta sumar. Goði ætti að styrkja Fjölnisliðið mjög en hann var næstmarkahæstur hjá liðinu þegar það lék í efstu deild í fyrra. 

Goði var í U19 ára landsliði Íslands sem fékk silfurverðlaun á EM sumarið 2018.

Hann lék á ný með Fjölni þegar liðið vann Vængi Júpíters í gær í Grill66 deildinni 28:17 en á Facebooksíðu Fjölnis kemur fram að um lánssamning sé að ræða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert