Fyrirliðinn í landsliðshópnum og einn nýliði

Aron Pálmarsson kemur inn í íslenska hópinn.
Aron Pálmarsson kemur inn í íslenska hópinn. Ljósmynd/Barcelona

Aron Pálmarsson er í íslenska landsliðshópnum í handknattleik sem mætir Ísrael í undankeppni EM 2022 hinn 11. mars næstkomandi í Tel Aviv í Ísrael.

Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari liðsins, hefur valið þá sextán leikmenn sem taka þátt í verkefninu en Ísland er í öðru sæti 4. riðils með 4 stig eftir þrjá leiki.

Ísrael er án stiga en hefur einungis leikið einn leik í riðlakeppninni til þessa. Portúgal trónir á toppi riðilsins með 6 stig eftir fjóra leiki.

Aron var ekki með landsliðinu á HM í Egyptalandi vegna meiðsla og þá kemur nýliðinn Óskar Ólafsson, leikmaður Drammen í Noregi, inn í hópinn.

Línumaðurinn Elliði Snær Viðarsson heldur sæti sínu í hópnum eftir góða spilamennsku á HM í Egyptalandi í janúar. 

Kristján Örn Kristjánsson frá Aix, Alexander Petersson frá Flensburg og Janus Daði Smárason frá Göppingen eru allir meiddir og ekki í hópnum.

Þá er enginn leikmaður sem leikur í úrvalsdeild karla, Olísdeildinni, í hópnum að þessu sinni þannig að Björgvin Páll Gústavsson, Kári Kristján Kristjánsson og Magnús Óli Magnússon, sem allir voru í Egyptalandi, voru ekki valdir núna.

Landsliðshópur Íslands:

Markverðir:
Ágúst Elí Björgvinsson, KIF Kolding (38/1)
Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG (22/1)

Aðrir leikmenn:
Bjarki Már Elísson, Lemgo (79/219)
Oddur Grétarsson, Balingen-Weistetten (26/36)
Aron Pálmarsson, Barcelona (149/579)
Ólafur Guðmundsson, IFK Kristianstad (131/258)
Óskar Ólafsson, Drammen (0/0)
Elvar Örn Jónsson, Skjern (43/111)
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (32/51)
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (53/139)
Viggó Kristjánsson, Stuttgart (18/44)
Arnar Þór Gunnarsson, Bergischer HCC (120/341)
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Vive Kielce (36/73)
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (60/75)
Elliði Viðarsson, Gummersbach (13/14)
Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (50/23)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert