Íslandsmeistararnir fara til Kósóvó

KA/Þór vann Val í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn og mætir liði …
KA/Þór vann Val í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn og mætir liði frá Kósóvó en Valskonur mæta serbneskum andstæðingum. mbl.is/Sigurður Unnar

Íslandsmeistarar KA/Þórs í handknattleik kvenna mæta liði frá Kósóvó í Evrópubikarkeppni EHF í októbermánuði en Valur og ÍBV fengu andstæðinga frá Serbíu og Grikklandi þegar dregið var til fyrstu umferðar keppninnar í morgun.

KA/Þór leikur við Istogu, meistaralið Kósóvó, Valur mætir Bekament Bukovica frá Serbíu og ÍBV dróst gegn PAOK Saloniki frá Grikklandi. KA/Þór var í efri styrkleikaflokki í drættinum en Valur og ÍBV voru í neðri flokki.

Liðin leika öll í 2. umferð keppninnar, sem er í raun sú fyrsta, en hún fer fram á bilinu 16. til 24. október.

mbl.is