Valur, Fram og Afturelding í undanúrslit

Vignir Stefánsson skoraði 9 mörk fyrir Val og reynir hér …
Vignir Stefánsson skoraði 9 mörk fyrir Val og reynir hér að brjótast í gegnum vörn FH. mbl.is/Unnur Karen

Úrvalsdeildarliðin Valur, Fram, Afturelding og Stjarnan munu leika í undanúrslitum Coca Cola bikars karla í handknattleik. 

8-liða úrslitin voru afgreidd í kvöld. Íslandsmeistarar Vals unnu FH-inga 34:24 á Hlíðarenda. Hornamennirnir Finnur Ingi Stefánsson og Vignir Stefánsson skoruðu 9 mörk hvor fyrir Val. Ásbjörn Friðriksson var markahæstur hjá FH með 6 mörk. 

Í Breiðholti vann Fram 1. deildarlið ÍR 36:30. Vilhelm Poulsen skoraði 9 mörk fryir Fram en markaskorið dreifðist mjög hjá ÍR. 

Afturelding vann einnig 1. deildarlið en liðið skaust í Grafarvog og mætti Fjölni. Afturelding vann 35:30.  Árni Bragi Eyjólfsson sem Afturelding endurheimti í sumar skoraði 6 mörk. Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson átti stórleik fyrir Fjölni og skoraði 11 mörk. 

mbl.is