Sigurmark þegar leiktíminn var liðinn

Bergvin Þór Gíslason reynir hvað hann getur til að stöðva …
Bergvin Þór Gíslason reynir hvað hann getur til að stöðva Tandra Má Konráðsson í Mosó í kvöld. mbl.is/Unnur Karen

Leó Snær Pétursson skoraði sigurmark Stjörnunnar gegn Aftureldingu úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn í Mosfellsbæ í kvöld. 

Leikurinn var liður í 1. umferð Olís-deildarinnar í handknattleik en Stjarnan sigraði 36:35. 

Leó var jafnframt markahæstur Garðbæinga með 7 mörk en Starri Friðriksson skoraði 6 mörk. 

Guðmundur Bragi Ástþórsson átti þvílíkan stórleik hjá Aftureldingu og skoraði 14 mörk úr sextán tilraunum. Tvö þeirra komu af vítalínunni. 

mbl.is