Staðfesta komu Sigvalda og Janusar

Sigvaldi Björn Guðjónsson fer til Kolstad næsta sumar.
Sigvaldi Björn Guðjónsson fer til Kolstad næsta sumar. Ljósmynd/HSÍ

Norska handknattleiksfélagið Kolstad tilkynnti í dag um komu sex nýrra leikmanna, fjögurra næsta sumar og tveggja þarnæsta sumar. Tveir þeirra sem semja við liðið næsta sumar eru íslensku landsliðsmennirnir Sigvaldi Björn Guðjónsson og Janus Daði Smárason.

Ásamt Sigvalda, sem leikur með Kielce, og Janusi Daða, sem leikur með Göppingen, semja þeir Torbjörn Bergerud, leikmaður GOG, og Magnus Gullerud, leikmaður Magdeburg, frá næsta sumri.

Janus Daði Smárason fer einnig til Kolstad.
Janus Daði Smárason fer einnig til Kolstad. Eggert Jóhannesson

Þá er von á stjórstjörnunni Sander Sagosen, sem er uppalinn hjá Kolstad, frá Kiel sumarið 2023 og sömuleiðis Magnus Röd frá Flensburg.

„Kolstad hefur metnað fyrir því að verða evrópskt stórveldi og hefur hleypt af stokkunum draumnum um að fá Sander Sagosen heim. Nú getum við staðfest að draumurinn rætist.

Sander mun flytja heim til Þrándheims árið 2023 og taka með sér nokkra alþjóðlega toppleikmenn. Þetta verður byrjunin á íþróttaævintýri á svæðinu,“ sagði meðal annars í tilkynningu frá félaginu við þetta tilefni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert