Íslendingaliðin unnu stórleikina

Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði tvö mörk gegn Barcelona.
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði tvö mörk gegn Barcelona. AFP

Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði tvö mörk fyrir Kielce þegar liðið vann tveggja marka sigur gegn Barcelona í B-riðli Meistaradeildarinnar í handknattleik í Póllandi í kvöld. 

Leiknum lauk með 29:27-sigri Kielce  en Haukur Þrastarson komst ekki á blað hjá Kielce í leiknum.

Kielce er með 14 stig í efsta sæti riðilsins en Barcelona kemur þar á eftir með 9 stig.

Þá vann Íslendingalið Aalborgar 35:33-sigur gegn Kiel í A-riðlinum í Danmörku þar sem Aalborg leiddi með einu marki í hálfleik, 17:16.

Aron Pálmarsson lék ekki með Aalborg vegna höfuðmeiðsla en Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins. Þá dæmdu þeir Anton Gylfi Pálsson og Jóna Elíasson leikinn.

Aalborg er með 10 stig í þriðja sætinu en Kiel er í öðru sætinu með 11 stig.

Liðin sem enda í efstu tveimur sætum riðlanna fara beint í átta-liða úrslit keppninnar en liðin í 3.-6. sæti þurfa að fara í umspil.

mbl.is