Gummersbach heldur sínu striki

Elliði Snær Viðarsson skoraði 4 mörk fyrir Gummersbach í kvöld.
Elliði Snær Viðarsson skoraði 4 mörk fyrir Gummersbach í kvöld. Eggert Jóhannesson

Guðjón Valur Sigurðsson og lærisveinar hans í Gummersbach eru áfram með fjögurra stiga forystu á toppi þýsku B-deildarinnar í handknattleik eftir öruggan sigur gegn Bietigheim á heimavelli í kvöld, 32:25.

Eyjamennirnir hjá Gummersbach skoruðu samtals sjö af mörkum liðsins í kvöld en Elliði Snær Viðarsson skoraði fjögur mörk og Hákon Daði Styrmisson þrjú. Gummersbach hefur unnið 12 af fyrstu 14 leikjum sínum og er með 24 stig á toppnum en Nordhorn er með 20 stig, Hüttenberg og Hagen 19 stig hvort.

Anton Rúnarsson skoraði eitt mark fyrir Emsdetten sem vann Rostock örugglega, 28:19. Emsdetten er með 12 stig í níunda sæti deildarinnar.

Aue tapaði 26:22 fyrir Grosswallstadt á útivelli og er í þriðja neðsta sætinu með 8 stig. Arnar Birkir  Hálfdánsson skoraði þrjú mörk fyrir Aue og Sveinbjörn Pétursson varði 12 skot í marki liðsins og var með 34 prósent markvörslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert