Ver mark toppliðsins og lærir íslensku af börnum

Phil Döhler í marki FH-inga.
Phil Döhler í marki FH-inga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karlalið FH fór á topp úrvalsdeildarinnar í handknattleik, Olísdeildarinnar, með sterkum 28:24-sigri gegn erkifjendum sínum og nágrönnum í Haukum síðastliðinn miðvikudag.

Fyrir leikinn voru Haukar í efsta sætinu og sigurinn því sérstaklega sætur. Eftir fremur hæga byrjun þar sem tveir af fyrstu þremur leikjunum töpuðust hafa FH-ingar tekið afar vel við sér með því að vinna sjö og gera eitt jafntefli í næstu átta leikjum.

„Við erum með nýtt lið. Einar [Rafn Eiðsson] og Freysi [Arnar Freyr Ársælsson] fóru í KA. Þetta eru miklu yngri strákar núna. Þetta var erfið byrjun í deildinni þar sem við töpuðum á móti Selfossi og ÍBV. Við skoruðum ekki nógu mikið af mörkum í þessum leikjum og töpuðum svo stórt heima á móti Minsk í Evrópukeppni. Eftir þann leik sáum við að við þyrftum að vera sterkari líkamlega.

Til þess að undirbúa okkur sem best fyrir seinni leikinn í Minsk æfðum við í fimm daga. Það var ekkert hugsað um þeirra lið, það var bara fókus á handbolta og bara á okkar lið. Þetta var mjög góður tími fyrir liðið. Svo unnum við Minsk í seinni leiknum og allir hafa eftir það tekið næstu skref leik fyrir leik. Þannig höfum við bætt okkur,“ sagði Phil Döhler, þýskur markvörður FH, í samtali við Morgunblaðið, spurður hvað hefði lagt grunn að góðu gengi liðsins undanfarið.

Viðtalið við Phil Döhler er í heild sinni í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »