Markadrottningin komin til Svíþjóðar

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir í leik með HK.
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir í leik með HK. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Handknattleikskonan Jóhanna Margrét Sigurðardóttir hefur skrifað undir þriggja ára samning við Önnered í Svíþjóð.

Jóhanna varð markadrottning úrvalsdeildarinnar í vetur með 127 mörk í 21 leik með HK en liðið endaði í sjöunda sæti af átta liðum í Olísdeildinni á leiktíðinni og fer því í umspil um að halda sæti sínu í deildinni. 

Jóhanna, sem hefur leikið þrjá A-landsleiki, er tvítug skytta sem hefur gert góða hluti með HK undanfarin ár.

Önnered hafnaði í sjöunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í vetur og féll úr leik í átta liða úrslitum í úrslitakeppninni.

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir er komin til Önnereds í Svíþjóð.
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir er komin til Önnereds í Svíþjóð. Ljósmynd/Önnered
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert