ÍBV keyrði yfir Hauka og fer í úrslit

Gauti Gunnarsson sækir að marki Hauka í kvöld.
Gauti Gunnarsson sækir að marki Hauka í kvöld. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

ÍBV tryggði sér sæti í úrslitum Íslandsmóts karla í handbolta með 34:27-heimasigri á Haukum í fjórða leik liðanna í undanúrslitum í kvöld. ÍBV vann einvígið 3:1 og mætir Val í úrslitum. 

Jafnt var á nánast öllum tölum í fyrri hálfleik en að lokum var ÍBV með eins marks forskot í leikhléi, 17:16. 

ÍBV byrjaði betur í seinni hálfleik og komst í 21:18 snemma í hálfleiknum. Var enn þriggja marka munur þegar seinni hálfleikur var hálfnaður, 25:22. Þá tók við góður kafli hjá ÍBV sem var mun sterkara í lokin og vann að lokum sjö marka sigur. 

Ásgeir Snær Vignisson og Arnór Viðarsson skoruðu fimm mörk hvor fyrir ÍBV og Kári Kristján Kristjánsson gerðu fjögur hvor. Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði fimm fyrir Hauka og þeir Adam Haukur Baumruk, Brynjólfur Snær Brynjólfsson og Tjörvi Þorgeirsson fjögur hver. 

ÍBV 34:27 Haukar opna loka
60. mín. Haukar tapar boltanum
mbl.is