Íslendingaliðið þarf einn sigur í viðbót

Orri Freyr Þorkelsson skoraði fimm.
Orri Freyr Þorkelsson skoraði fimm. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Deildarmeistarar Elverum eru einum sigri frá sæti í úrslitaeinvígi norska handboltans eftir sannfærandi 34:24-sigur á Nærbø í öðrum leik liðanna í undanúrslitum í kvöld.

Elverum, sem var með mikla yfirburði í deildarkeppninni, lenti ekki í neinum vandaræðum með Nærbø og var sigurinn sannfærandi.

Orri Freyr Þorkelsson skoraði fimm mörk úr átta tilraunum fyrir Elverum en Aron Dagur Pálsson komst ekki á blað.

mbl.is