Frá Selfossi í Garðabæinn

Hergeir Grímsson er kominn til Stjörnunnar.
Hergeir Grímsson er kominn til Stjörnunnar. mbl.is/Óttar Geirsson

Handknattleiksmaðurinn Hergeir Grímsson hefur samið við Stjörnuna. Kemur hann til félagsins frá Selfossi þar sem hann hefur leikið allan ferilinn.

Hergeir hefur verið lykilmaður hjá Selfyssingum undanfarin ár og skoraði hann 70 mörk í 22 leikjum í Olísdeildinni á leiktíðinni. Þá hefur hann verið valinn íþróttakarl Árborgar tvö ár í röð.

Hergeir átti sinn þátt í að Selfoss varð Íslandsmeistari árið 2019 undir stjórn Patreks Jóhannessonar, sem þjálfar nú Stjörnuna. Hergeir getur leikið sem miðjumaður og hornamaður. 

mbl.is