Aron meiddist í upphitun

Aron Pálmarsson leikur með Aalborg í Danmörku.
Aron Pálmarsson leikur með Aalborg í Danmörku. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handknattleik, meiddist í upphitun fyrir leik Aalborg og Veszprém í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem nú stendur yfir í Álaborg.

Danskir fjölmiðlar skýrðu frá því að Aron hefði hætt í upphitun og haldið um aðra höndina þegar hann gekk til búningsherbergja. Hann hefur ekkert komið við sögu í leiknum.

Veszprém vann fyrri leik liðanna í Ungverjalandi, 36:29, og staðan er sem stendur jöfn í seinni leiknum, 24:24, þegar nokkrar mínútur eru liðnar af síðari hálfleik.

Uppfært:
Aalborg vann leikinn 37:35 en Aron kom ekkert við sögu. Veszprém vann samanlagt með fimm mörkum og er komið í undanúrslit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert