Daníel og Oddur röðuðu inn mörkum

Daníel Þór Ingason skoraði níu mörk í kvöld.
Daníel Þór Ingason skoraði níu mörk í kvöld. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Alls voru 17 íslensk mörk skoruð þegar Balingen, sem Daníel Þór Ingason og Oddur Gretarsson leika með, vann nauman 28:27-sigur á Grosswallstadt í þýsku B-deildinni í handknattleik karla í kvöld.

Daníel Þór fór á kostum og skoraði níu mörk ásamt því að gefa eina stoðsendingu.

Var hann markahæstur í leiknum.

Næstmarkahæstur í leiknum var Oddur með átta mörk, þar af fjögur úr vítaköstum.

Þar með er Balingen áfram með fullt hús stiga, 8 stig, á toppi þýsku B-deildarinnar þegar fjórum leikjum er lokið.

mbl.is