Tryggði sínum mönnum stig á síðustu sekúndunni

Óðinn Þór Ríkharðsson.
Óðinn Þór Ríkharðsson. mbl.is/Hari

Óðinn Þór Ríkharðsson átti mjög góðan leik í 31:31-jafntefli Kadetten gegn Suhr Aarau í svissnesku A-deildinni í handbolta í kvöld. 

Óðinn skoraði 8 mörk fyrir Kadetten en eitt af þeim var jöfnunarmark liðsins af vítalínunni eftir að leiktíminn var runninn út. Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar lið Kadetten.

Óðinn hefur verið í góðu formi með Kadetten undanfarið en hann var ekkert með í upphafi leiktíðar vegna meiðsla sem hann var að jafna sig á. Líklegt verður að teljast að hann verði í lokahóp íslenska landsliðsins fyrir HM í janúar á næsta ári.

Kadetten er í öðru sæti deildarinnar með 28 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Kriens sem á þó leik til góða.

mbl.is