Markahæst gegn toppliðinu

Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði sex mörk í kvöld.
Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði sex mörk í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Díana Dögg Magnúsdóttir var markahæst hjá Zwickau þegar liðið tapaði með tíu marka mun gegn toppliði Dortmund í þýsku 1. deildinni í handknattleik á heimavelli í kvöld.

Leiknum lauk með 32:22-sigri Dortmund en Díana Dögg skoraði sex mörk úr þrettán skotum í leiknum.

Zwickau er með 2 stig í þrettánda og næstneðsta sæti deildarinnar eftir fyrstu sjö umferðirnar en liðið hefur aðeins unnið einn leik í deildinni það sem af er keppnistímabilinu.

mbl.is