Lygilegt að fylgjast með Ómari

Alfreð Gíslason er mjög hrifinn af Ómari Inga Magnússyni.
Alfreð Gíslason er mjög hrifinn af Ómari Inga Magnússyni. AFP

Alfreð Gíslason, þjálfari þýska karlalandsliðsins í handbolta, þjálfaði þýska liðið Magdeburg frá 1999 til 2006. Undir hans stjórn vann liðið bæði þýska meistaratitilinn og Meistaradeild Evrópu árið 2001.

Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon eru tveir bestu leikmenn liðsins í dag og áttu þeir risastóran þátt í að Magdeburg varð þýskur meistari á síðustu leiktíð. Meistaratitilinn var sá annar í sögunni hjá félaginu og sá fyrsti frá því Alfreð gerði liðið að meistara í fyrsta sinn.

„Það er frábært að Gísli Þorgeir og Ómar Ingi spili saman hjá Magde­burg. Þeir eru báðir búnir að vera framúrskarandi þar. Það er svo einfalt að Ómar Ingi var besti leikmaður deildarinnar á síðustu leiktíð. Það voru nánast allir sammála því.

Í fyrsta lagi spilar hann góða vörn, í öðru lagi var hann með flestar stoðsendingar í deildinni og svo var hann líka með markahæstu mönnum. Svo gerir hann nánast aldrei mistök. Það hefur verið lygi­legt að fylgjast með honum. Hann stimplaði sig inn á meðal bestu leikmanna heims í fyrra,“ sagði Alfreð um Selfyssinginn í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið. 

Viðtalið má sjá í heild sinni í Morgunblaðinu sem kemur út í fyrramálið. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert