Íslenska liðið líklegt til að spila um verðlaun

Alfreð Gíslason er þjálfari þýska karlalandsliðsins í handbolta.
Alfreð Gíslason er þjálfari þýska karlalandsliðsins í handbolta. AFP

Alfreð Gíslason, þjálfari þýska karlalandsliðsins í handknattleik og fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, er afar hrifinn af íslenska landsliðinu og fylgist spenntur með framgangi þess, meðfram því að undirbúa þýska liðið fyrir heimsmeistarakeppnina í janúar.

„Íslenska liðið er komið með frábærlega skemmtilega kynslóð núna. Liðið er með gríðarlega sterka leikmenn eins og Aron, Ómar Inga og svo hefur Gísli Þorgeir komið svakalega vel inn í þetta," segir Alfreð m.a. í ítarlegu viðtali í Morgunblaðinu í dag.

„Það er komin mjög mikil breidd í allar stöður. Það var talað um að lína og markvarsla væri veikleiki og það þyrfti að bæta þær stöður til að Ísland gæti spilað um verðlaun. Það hefur breyst núna. Línumennirnir hafa vaxið rosalega í ár og sérstaklega Viktor Gísli hefur staðið sig frábærlega í markinu. Íslenska liðið er því komið á mjög háan stall og það hafa allir í liðinu staðið sig í sínum félagsliðum,“ sagði Alfreð.

Hann segir að íslenska liðið hafi alla burði til að keppa um verðlaun á heimsmeistaramótinu. „Það er ekkert sem mælir á móti því að Ísland geti spilað um verðlaun. Ég var einmitt í viðtali í Þýskalandi í vikunni og þá vorum við að tala um að Ísland væri með lið sem væri mjög líklegt til að spila til verðlauna.“

Viðtalið í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert