Íslendingarnir í undanúrslit Meistaradeildarinnar

Ómar Ingi Magnússon átti stórleik í liði Magdeburg
Ómar Ingi Magnússon átti stórleik í liði Magdeburg Ljósmynd/HSÍ

Ómar Ingi Magnússon skoraði 6 mörk þegar Magdeburg tók á móti Hauki Þrastasyni og félögum í Kielce í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar karla í handbolta.

Fyrri leik liðanna lauk með eins marks sigri Kielce, 27:26, í Póllandi og spennan var alls ekki minni í kvöld því vítakeppni þurfti til að skera úr um sigurvegara og þar skoraði Ómar Ingi úrslitamarkið í bráðabana. Leiknum lauk með 23:22 sigri Magdeburg og jafntefli 49:49 því niðurstaðan.

Alex Dujshebaev átti tækifæri á að skjóta Kielce í undanúrslitin en Sergey Hernandez varði í marki Magdeburgar. Að lokum höfðu Evrópumeistararnir betur og fylgja Álaborg í undanúrslitin sem að vanda verða haldin í Köln.

Janus Daði Smárason skoraði tvö mörk fyrir Magdeburg en Gísli Þorgeir Kristjánsson komst ekki á blað. Haukur Þrastarson skoraði þrjú mörk fyrir Kielce.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert