Glæsilegar ræktunarbúsýningar í ár

Knapi frá Vesturkoti fékk hest sinn til að sýna kúnstir.
Knapi frá Vesturkoti fékk hest sinn til að sýna kúnstir. Eggert Jóhannesson

Góð stemning var í Víðidal í gærkvöldi þar sem að fjöldi manns fylgdist með ræktunarbúsýningum á Landsmóti hestamanna. Viðburðurinn er einn af hápunktum landsmótshelgarinnar en þá sýna hrossaræktunarbú afrakstur ræktunar sinnar og bjóða upp á sýningu fyrir áhorfendur.

Að sýningum loknum tók skemmtidagskrá við fram eftir nóttu, þ.á m. kántrítónleikar í reiðhöllinni og stórdansleikur með fastagestunum Helga Björns og Reiðmönnum vindanna.

Hross frá Vakurstöðum.
Hross frá Vakurstöðum. Eggert Jóhannesson

Fyrr í kvöld fóru fram úrslit í 250 m skeiði þar sem að gríðarlega góðir tímar náðust og  heimsmetið líklegast bætt nokkrum sinnum. Nýjasta heimsmetinu náðu þeir Konráð Valur Sveinsson og Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II, tími þeirra var 21,15. Í 150 m skeiðinu fór hraðast Árni Björn Pálsson á Korku frá Steinnesi á 13,89 sek.

Ljósmyndari Mbl.is var á staðnum og fangaði nokkur augnablik.

Góð stemning var í brekkunni í Víðidal.
Góð stemning var í brekkunni í Víðidal. Eggert Jóhannesson
Hrossaræktarbúið Strandarhöfuð bauð upp á sýningu.
Hrossaræktarbúið Strandarhöfuð bauð upp á sýningu. Eggert Jóhannesson
Reiðmenn vindanna eru fastagestir á dansleikjum landsmótanna.
Reiðmenn vindanna eru fastagestir á dansleikjum landsmótanna. Ljósmynd/Reiðmenn vindanna
mbl.is