Jakob og Hálfmáni langefstir í gæðingafimi

Jakob Svavar Sigurðsson og Hálfmáni frá Steinsholti.
Jakob Svavar Sigurðsson og Hálfmáni frá Steinsholti.

Fjórða mótið í meistaradeild Líflands í hestaíþróttum fór fram í kvöld á Ingólfshvoli í Ölfusi. Keppt var í gæðingafimi en sú grein er afar krefjandi keppnisgrein þar sem reynir á ganghæfileika, þjálfunarstig, fegurð, kraft og glæsileik. 

Úrslit kvöldsins voru eftirfarandi :

1. sæti – Jakob Svavar Sigurðsson og Hálfmáni frá Steinsholti – Hjarðartún - 8,60

2. sæti – Eyrún Ýr Pálsdóttir og Hrannar frá Flugumýri II – Top Reiter - 8,18

3. sæti – Olil Amble og Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum – Gangmyllan - 8,13

4. sæti – Bergur Jónsson og Glampi frá Ketilsstöðum – Gangmyllan - 7,78

5. sæti – Elin Holst og Frami frá Ketilsstöðum – Gangmyllan - 7,72

6. sæti – Árni Björn Pálsson og Katla frá Hemlu II – Top Reiter - 7,58

Lið Gangmyllunar var stigahæst eftir kvöldið – en í liðakeppni deildarinnar er lið Top Reiter efst með 196,5 stig. Stigahæsti knapi núna er Jakob Svavar Sigurðsson úr liði Hjarðartúns með 37 stig.

Ljóst er að keppni í gæðingafimi Meistaradeildarinnar er alltaf að verða harðari þar sem knapar og hestar koma sífellt betur undirbúnir undir þessa erfiðu og tæknilegu grein. Hulda Gústafsdóttir reið á vaðið í forkeppni og mátti þar sjá, strax í byrjun, að keppnin yrði afar hörð. Tvö efstu sæti eftir forkeppni voru með einkunn yfir 8 en fyrstur eftir forkeppni var Jakob Svavar Sigurðsson og Hálfmáni frá Steinsholti með einkunnina 8,33 og önnur Eyrún Ýr Pálsdóttir á Hrannari frá Flugumýri II með einkunnina 8,07.

Tvö lið tefldu fram villiköttum að þessu sinni. Lið Hrímnis/Hest.is tefldi fram Benjamín Sandi Ingólfssyni og Smyrli frá V-Stokkseyrarseli og lið Skeiðvalla/Árheima Fredricu Fagerlund og Stormi frá Yztafelli. Einn knapi var í uppboðssæti en það var hún Hanne Smidesang á Roða frá Hala. Upphitunarknapi kvöldsins var fulltrúi frá U21 landsliði LH, Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir á hestinum Vísi frá Helgatúni.

Í ár eru 20 ár frá því að meistaradeild fór fyrst fram. Það má segja að guðfaðir deildarinnar sé Örn Karlsson sem bæði kostaði hana og hafði yfirumsjón með henni fyrstu árin. Örn er ekki einungis guðfaðir deildarinnar í heild heldur bjó hann til þá grein sem er eitt helsta flaggskip meistaradeildarinnar og fékk nafnið gæðingafimi. Það var því meistaradeildinni sérstakur heiður að fá Örn Karlsson til að veita verðlaunin að þessu sinni.

Dómarar kvöldsins voru:

Yfirdómari - Sigríður Pjetursdóttir.

1. Súsanna Sand, æfingar - Sigurbjörn Viktorsson, gangtegundir

2. Randý Holaker, æfingar - Steindór Guðmundsson, gangtegundir

3. Haukur Bjarnason, æfingar - Kristinn Bjarni Þorvaldsson, gangtegundir

4. Elisabeth Jansen, æfingar - Elsa Magnúsdóttir, gangtegundir

5. Þorsteinn Björnsson, æfingar - Sigurður Ævarsson, gangtegundir

Niðurstöður úr forkeppni:

1. Jakob Svavar Sigurðsson og Hálfmáni frá Steinsholti – Hjarðartún 8,33

2. Eyrún Ýr Pálsdóttir og Hrannar frá Flugumýri II – Top Reiter 8,07

3. Elin Holst og Frami frá Ketilsstöðum – Gangmyllan 7,87

4. Olil Amble og Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum – Gangmyllan 7,82

5. Bergur Jónsson og Glampi frá Ketilsstöðum – Gangmyllan 7,73

6. Árni Björn Pálsson og Katla frá Hemlu – Top Reiter 7,65

7. Matthías Leó Matthíasson og Taktur frá Vakursstöðum – Skeiðvellir / Árheimar 7,62

8. Glódís Rún Sigurðardóttir og Glymjandi frá Íbishóli – Ganghestar / Margrétarhof 7,60

9. Ragnhildur Haraldsdóttir og Úlfur frá Mosfellsbæ – Ganghestar / Margrétarhof 7,55

10. Viðar Ingólfsson og Maístjarna frá Árbæjarhjáleigu 2 – Hrímnir / Hest.is 7,53

11. Sylvía Sigurbjörnsdóttir og Héðinn Skúli frá Oddhóli – Auðsholtshjáleiga / Strandarhöfuð 7,52

12. Jóhanna Margrét Snorradóttir og Bárður frá Melabergi - Hestvit / Árbakki 7,48

13. Hulda Gústafsdóttir og Sesar frá Lönguskák - Hestvit / Árbakki 7,42

14. Fredrica Fagerlund og Stormur frá Yztafelli– Skeiðvellir / Árheimar 7,38

15. Hanna Rún Ingibergsdóttir og Grímur frá Skógarási – Top Reiter 7,38

16. Helga Una Björnsdóttir og Hraunar frá Vorsabæ II – Hjarðartún 7,25

17. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Ölnir frá Akranesi – Ganghestar / Margrétarhof 7,25

18. Þórdís Erla Gunnarsdóttir og Fengur frá Auðsholtshjáleigu – Auðsholtshjáleiga / Strandarhöfuð 7,18

19. Þórarinn Ragnarsson og Leikur frá Vesturkoti – Hjarðartún 7,13

20. Arnar Bjarki Sigurðarson og Örn frá Gljúfurárholti – Hrímnir / Hest.is 7,12

21. Benjamín Sandur Ingólfsson og Smyrill frá V-Stokkseyrarseli – Hrímnir / Hest.is 7,05

22. Hanne Oustad Smidesang og Roði frá Hala – 6,95

23. Sigursteinn Sumarliðason og Skráma frá Skjálg – Skeiðvellir / Árheimar 6,80

24. Hákon Dan Ólafsson og Styrkur frá Kvíarhóli – Auðsholtshjáleiga / Strandarhöfuð 6,67

25. Jóhann Kristinn Ragnarsson og Kvarði frá Pulu - Hestvit / Árbakki 6,37

mbl.is