Rússarnir hrifnastir af Íslandi

Strákarnir okkar eru að slá í gegn í Rússlandi.
Strákarnir okkar eru að slá í gegn í Rússlandi. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Heimsmeistaramótið í knattspyrnu hefst í Rússlandi á fimmtudaginn næsta þegar heimamenn taka á móti Sádi-Arabíu í opnunarleik mótsins. Íslenska landsliðið er mætt til Rússlands, en fyrsti leikur liðsins er gegn Argentínu í Moskvu 16. júní. Landsliðið flaug út á laugardaginn síðasta og hefur fengið mikla athygli í Rússlandi.

Artur Petrosyan, ritstjóri í Rússlandi og blaðamaður fyrir stærstu fréttamiðla heims, greindi frá því á samskiptamiðlinum Twitter í dag að Rússar væru mjög hrifnir af öllu sem við kemur Íslandi. Varningur tengdur íslenska landsliðinu hefur selst eins og heitar lummur í opinberri verslun heimsmeistaramótsins.

Rússarnir eru hrifnari af vörum merktum Íslandi en vörum merktum Rússlandi, þótt ótrúlegt sé. Þá eru vörur merktar Argentínu í öðru sæti yfir vinsælustu vörurnar, en bæði lið leika í D-riðli mótsins ásamt Nígeríu og Króatíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina