Kári á leið til Tyrklands?

Kári Árnason gæti verið á leið til Tyrklands.
Kári Árnason gæti verið á leið til Tyrklands. Skapti Hallgrímsson

Íslenski landsliðsmaðurinn Kári Árnason gæti verið á leið til BB Erzurumspor eftir HM í Rússlandi ef marka má tyrkneska miðilinn Sabah.

Samkvæmt fréttinni hrifust forráðamenn liðsins af frammistöðu Kára í leiknum á móti Argentínu og hefur þjálfari liðsins, Mehmet Altiparmak, lagt áherslu að fá hann til liðsins.

BB Erzurumspor mun spila í tyrknesku úrvalsdeildinni á næsta ári eftir að liðið sigraði Gaziantep í vítaspyrnukeppni í umspilsleik. 

Kári hefur látið hafa eftir sér að hann útiloki ekki að fara aftur út í atvinnumennsku þrátt fyrir að hafa skrifað undir samning við Víking R. fáeinum vikum áður en hann fór til Rússlands með landsliðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert