Björn setti fyrsta markið á Rostov Arena (myndskeið)

Sverrir Ingi Ingason og Ragnar Sigurðsson á æfingu með landsliðinu …
Sverrir Ingi Ingason og Ragnar Sigurðsson á æfingu með landsliðinu á heimavelli sínum í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsliðsmaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson skoraði fyrsta markið sem skorað var á Rostov Arena leikvanginum en þar mætast Íslendingar og Króatar í lokaumferðinni í D-riðlinum á HM í knattspyrnu á morgun.

Björn Bergmann skoraði fyrra markið í 2:0 sigri Rostov gegn SKA Khabarovsk þann 15. apríl í vor en það var fyrsti leikur Rostov á nýjum leikvangi sem tekinn var í notkun í apríl.

Þrír Íslendingar spila með Rostov en auk Björns Bergmanns eru það Ragnar Sigurðsson og Sverrir Ingi Ingason en allir eru þeir í HM-hópi Íslands.

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá mark Björns sem kemur eftir 1:45 í myndskeiðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert