Stoltur en þetta er gríðarlega svekkjandi

Birkir Bjarnason fékk þungt högg snemma leiks.
Birkir Bjarnason fékk þungt högg snemma leiks. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Þetta er svekkjandi því við vorum svo nálægt þessu. Við fengum ótrúlega mikið af stórum tækifærum til að setja hann og ég fékk m.a nokkur," sagði Birkir Bjarnason eftir 2:1-tapið á móti Króatíu í kvöld. Ísland er úr leik á HM vegna tapsins. 

Birkir fékk þungt högg snemma leiks, en hann hafði ekki áhyggjur á að þurfa fara af velli.

„Það var mikið blóð, en það þurfti bara að stoppa það og halda áfram."

Þrátt fyrir tapið var Birkir ánægður með leikinn og mótið í heild sinni. Hann er stoltur og svekktur á sama tíma. 

„Mér finnst leikurinn hrikalega góður, við höfum aldrei skapað eins mörg færi á móti Króötum og við héldum þeim til baka og þetta er klárlega besti leikurinn með bolta."

„Við gerum okkur grein fyrir því að þetta var gríðarlega sterkur riðill. Það var leiðinlegt að fá svona leik á móti Nígeríu þar sem við eigum að gera betur í. Ég er stoltur að hafa verið hérna og við gerðum okkar en þetta er gríðarlega svekkjandi líka," sagði Birkir að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert