Þakkaði ekki Sampaoli

Sergio Agüero.
Sergio Agüero. AFP

Argentínski landsliðsframherjinn Sergio Agüero virðist allt annað en ánægður með frammistöðu Jorges Sampaolis, landsliðsþjálfara Argentínu, á HM í Rússlandi. Sampaoli ákvað að hafa Agüero ekki í byrjunarliðinu gegn Frakklandi í 16-liða úrslitum, en Agüero kom inn á sem varamaður og skoraði í 4:3-tapi. Áður hafði Argentína unnið Nígeríu, tapað fyrir Króatíu og gert jafntefli við Ísland.

Eftir að Argentína var fallin úr leik skrifaði Agüero stuttan pistil á Instagram þar sem hann þakkaði fjölskyldu sinni og stuðningsmönnum, samherjum í liðinu sem og læknum, sjúkraþjálfurum, búningastjórum og kokkum, í raun öllum nema þjálfurum argentínska liðsins. Sampaoli var enn í starfi þegar Morgunblaðið fór í prentun en þykir afar valtur í sessi.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »