United með Lozano í sigtinu

Hirving Lozano.
Hirving Lozano. AFP

Manchester United er sagt vera að undirbúa tilboð í mexíkóska landsliðsmanninn Hirving Lozano sem leikur með hollenska meistaraliðinu PSV.

Lozano er 22 ára gamall sóknarmaður sem skoraði 19 mörk og gaf 11 stoðsendingar með liði PSV í hollensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Talið er að United ætli að bjóða um 40 milljónir evra í leikmanninn sem sýndi góð til tilþrif með Mexíkó á heimsmeistaramótinu í Rússlandi.

mbl.is