Brasilía sló met

Brassar fagna sætinu í 16-liða úrslitum í dag.
Brassar fagna sætinu í 16-liða úrslitum í dag. AFP/Anne-Christine Poujoulat

Brasilía sló athyglisvert met í riðlakeppni heimsmeistaramóts þegar liðið vann 1:0-sigur á Sviss í G-riðli HM karla í fótbolta í Katar í dag.

Liðið hefur nú leikið 17 leiki í riðlakeppni heimsmeistaramóts í röð án þess að tapa leik og hefur ekkert lið í 92 ára sögu mótsins leikið jafn marga leiki í riðlakeppni þess í röð án taps.

Leita þarf ansi langt aftur til þess að finna síðasta tap Brassa, sem hefur unnið HM oftast allra eða fimm sinnum, í riðlakeppni.

Síðast tapaði Brasilía leik í riðlakeppni heimsmeistaramóts á HM 1998 í Frakklandi, þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Noregi, 1:2.

Það er jafnframt eina tap Brassa í síðustu 29 leikjum liðsins í riðlakeppni HM.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert