Fór grátandi af velli

Nuno Mendes gengur sársvekktur af velli í kvöld.
Nuno Mendes gengur sársvekktur af velli í kvöld. AFP/Patricia de Melo Moreira

Nuno Mendes, vinstri bakvörður Portúgals, var að vonum vonsvikinn eftir að hann neyddist til að fara meiddur af velli í fyrri hálfleik í leik liðsins gegn Úrúgvæ í H-riðli HM karla í fótbolta í Katar í kvöld.

Mendes, sem er aðeins tvítugur og leikur með París Saint-Germain í Frakklandi, var að spila sinn fyrsta leik á stórmóti og hefur eflaust hugsað sér öðruvísi endi á honum.

Hann var hluti af lokahóp Portúgals á EM á síðasta ári en spilaði þá ekkert vegna meiðsla og kom ekki við sögu í 3:2-sigri liðsins á Gana í fyrstu umferð H-riðilsins á HM.

mbl.is